Matur

Sykurpúða pizza á grillið að hætti Eyþórs

eyþór rúnarsson skrifar
Vísir/Stöð 2

Eftirréttapitsa með nutella, mascarpone-osti, sykurpúðum og jarðarberjum

Uppskrift fyrir 8-10 manns 

Pitsudeig (fyrir 2 botna) 
3 dl vatn
25 g ger 
1 tsk. salt
1 tsk. sykur 
15 g kakó 
1 msk. kanill
1 msk. matarolía
½ kg hveiti
Pitsusteinn

Álegg
130 g nutella
50 g mascarpone-ostur 
10-15 litlir sykurpúðar
½ stk. lime (börkurinn)
1 askja jarðarber 

Setjið allt hráefnið saman í hrærivélarskál og vinnið saman þar til blandan er orðin að fallegu deigi. Setjið deigið í skál með plastfilmu yfir og látið það hefast í 30 mín. Skiptið deiginu í tvennt og fletjið deigið út og setjið á heitan pitsusteininn í grillinu og bakið í 5 mín.

Snúið pitsunni við og smyrjið nutella á hana og setjið svo sykurpúðana og mascarpone-ostinn á hana og bakið í 5 mín í viðbót. Skerið jarðarberin í fernt og dreifið yfir pitsuna og rífið börkinn af lime-inu yfir í lokin.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira