Viðskipti innlent

Actavis fær nýja eigendur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Höfuðstöðvar Actavis í Hafnarfirði.
Höfuðstöðvar Actavis í Hafnarfirði.
Ísraelski samheitalyfjarisinn Teva Pharmaceutical Inudstries Ltd hefur fest kaup á samheitalyfjahluta Allergan. Kaupverðið er 40,5 milljarðar dala eða sem svarar til 5400 milljarða íslenskra króna. Ísraelskir greinendur segja um að ræða stærstu yfirtöku í sögu ísraelsks fyrirtækis. AP greinir frá.

Í yfirlýsingum frá Allergan og Teva kemur fram að Allergan fái 33,75 milljarða dala í reiðufé auk 6,75 milljarða dala í hlutum í Teva. Þá segjast forsvarsmenn Teva hafa látið af ætlunum sínum að taka yfir lyfjafyrirtækið Mylan N.V.

Hlutabréfavirði í Teva hækkaði um 13 prósent fyrir opnun markaða á Nasdaq.

Allergan er móðurfyrirtæki Actavis á Íslandi. Í síðasta mánuði kom fram að fyrirtækið ætlaði að flytja um 300 störf úr landi á næstum árum þegar framleiðsla lyfja verður flutt frá Íslandi. Gert er ráð fyrir að starfsemi verksmiðjunnar hér á landi verði lögð niður um mitt ár 2017.


Tengdar fréttir

Róbert vill kaupa Actavis

Lyfjafyrirtækið Alvogen vill kaupa verksmiðju Actavis í Hafnarfirði. Formlegt tilboð var lagt fram fyrir tveimur vikum og er upphæð tilboðsins á fimmta milljarð króna. Til stendur að loka verksmiðjunni árið 2017.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×