Erlent

Þjóðverjar geta ekki keypt erótískar rafbækur hvenær sem er

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Bóksalar geta átt von á rúmlega 7 milljóna króna sekt fari þeir ekki eftir reglum um sölutíma erótískra rafbóka.
Bóksalar geta átt von á rúmlega 7 milljóna króna sekt fari þeir ekki eftir reglum um sölutíma erótískra rafbóka. Vísir/Getty Images

Þjóðverjum verður aðeins heimilt að kaupa erótískar rafbækur á milli klukkan 10 á kvöldin og 6 á morgnanna, samkvæmt nýjum reglum. Um er að ræða samskonar reglur og gilda um sýningar erótískra kvikmynda í þýskum kvikmyndahúsum.

Reglurnar voru færðar yfir rafbækur í kjölfar kvörtunar þess efnis að börn hafi með of einföldum hætti getað nálgast erótískar rafbækur, að því er BBC greinir frá. Bóksalar geta átt von á rúmlega 7 milljóna króna sekt fari þeir ekki eftir reglunum.Fleiri fréttir

Sjá meira