Innlent

Annar strípalingur á Austurvelli í gær

Samúel Karl Ólason skrifar
Fjöldi fólks var á Austurvelli þegar maðurinn beraði kynfæri sín við styttuna af Jóni Sigurðssyni.
Fjöldi fólks var á Austurvelli þegar maðurinn beraði kynfæri sín við styttuna af Jóni Sigurðssyni.
Sagt var frá því á Vísi í gær að lögreglan leitaði manns sem hefði berað kynfæri sín við Austurvöll. Síðan kom í ljós að maður sem virtist vera nakinn, hjólaði um miðbæinn við tökur á umferðaröryggismyndbandi fyrir Félag íslenskra bifreiðareigenda. Nú er þó komið í ljós að það voru tveir menn sem vöktu athygli fyrir skort á fatnaði við Austurvöll í gær.

Sjá einnig: Allsber maður á hjóli á Austurvelli tilkynntur til lögreglu

Framkvæmdastjóri FÍB segir að lögreglan hafi vitað af upptökunni og manninum á hjólinu.

Sjá einnig: Hjólreiðamaðurinn í upptökum á myndbandi

Maðurinn fór úr öllum fötunum og stillti sér um tíma upp við styttuna af Jóni Sigurðssyni. Á sama tíma hafði fjöldi fólks komið saman á Austurvelli í tilefni af brjóstabyltingunni svokölluðu.

Uppfært 13:00

Myndinni hefur verið skipt út vegna beiðni frá fjölskyldu mannsins, en hann á við geðræn vandamál að stríða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×