Innlent

Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku.
Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. Vísir
Lögreglan handtók Malín Brand og Hlín Einarsdóttur í Hafnarfirði um hádegisbil á föstudag. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni segir að þær hafi játað að hafa sent Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra bréf þar sem þær reyndu að kúga fé út úr honum.



Konurnar tvær eru ekki nafngreindar í tilkynningu lögreglunnar en Vísir greindi frá því fyrr í dag að það væru Hlín og Malín.

Click here for an English version



Lögreglan segir að í bréfinu hafi þær tilgreint að fjármunina ætti að skilja eftir á ákveðnum stað sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði. Þar voru þær handteknar.



Við yfirheyrslur játuðu konurnar að hafa sent umrætt bréf og var þeim sleppt að yfirheyrslum loknum. Lögreglan segir að málið hafi verið rannsakað og unnið í góðri samvinnu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og embættis ríkislögreglustjóra.



Málið telst að mestu upplýst en að lokinni rannsókn verður það sent til ríkissaksóknara, sem tekur ákvörðun um næstu skref.



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×