Viðskipti innlent

Heiðar Már fer fram á gjaldþrotaskipti á Kaupþingi

ingvar haraldsson skrifar
Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir vill að að skiptum yfir Glitni og Kaupþingi ljúki.
Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir vill að að skiptum yfir Glitni og Kaupþingi ljúki. vísir/anton brink
Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir hefur farið fram á að gjaldþrotaskiptum yfir slitabúi Kaupþings ljúki. Fjárfestingafélag Heiðars, Ursus ehf, lagði fram kröfuna fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur en málið verður tekið fyrir þann 10. júní næstkomandi samkvæmt því sem fram kemur á vef slitastjórnarinnar. Krafa Ursus í slitabúið nemur 1,9 milljónum króna.

Slitastjórnin telur að meirihluti kröfuhafa vilji ljúka skiptum búsins með nauðasamningum en ekki fara gjaldþrotaleiðina.

„Það er svo langt um liðið frá því að þessi bú voru tekin til slitameðferðar. Það er ótrúlegt að þetta skuli ekki hafa komið inn á borð dómstóla fyrr. Ég var í nokkur ár að leita að kröfum, fann þær loksins og ákvað að gera þetta,“ segir Heiðar í samtali við Viðskiptablaðið í dag.



Heiðar Már hefur áður farið fram á gjaldþrotaskiptum á Glitni en krafa hans í var greidd upp að fullu í maí, skömmu áður en taka átti málið fyrir hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Því var gjaldþrotakrafan ekki tekin fyrir.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×