Innlent

850 milljónum varið til uppbyggingar á ferðamannastöðum um landið

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Mestu fjármagni verður varið í uppbyggingu í Skaftafelli.
Mestu fjármagni verður varið í uppbyggingu í Skaftafelli. vísir/getty
Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í morgun að veita 850 milljónum til verkefna á fjölförnum ferðamannastöðum. Ráðist verður í ríflega hundrað verkefni á tæplega 51 stað víðsvegar um landið. Mestu fjármagni verður varið í verkefni í Skaftafelli, á Þingvöllum, við Geysi, í Dimmuborgum, við Gullfoss, Dyrhólaey, Dynjanda, Dettifoss, Stöng í Þjórsársdal og ýmis verkefni á miðhálendingu.

Alls verður 160 milljónum varið í uppbyggingu við Skaftafell en það er hæsta upphæðin. Þingvellir fylgja fast á hæla þess með 156 milljónir króna.

Á næstu árum stendur til að ráðast í frekari umbætur á vinsælum ferðamannastöðum í eigu og umsjón ríkisins með það að markmiði að bæta þar skipulag og aðgengi þannig að staðirnir þoli vel þann fjölda sem þangað sækja. Undirbúningur að því verkefni er þegar hafinn.

Fjármögnun verkefnanna er háð samþykki þingins en óskað verður eftir fjárheimildium í tillögum til fjáraukalaga. Hægt er að sjá yfirlit og sundurliðun yfir fyrirhugaðar framkvæmdir með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×