Innlent

Halldór Ásgrímsson borinn til grafar

Jakob Bjarnar skrifar
Athöfnin var ákaflega virðuleg og þarna má sjá líkmennina raða sér við kistuna.
Athöfnin var ákaflega virðuleg og þarna má sjá líkmennina raða sér við kistuna. visir/gva
Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra með meiru, var jarðsunginn í dag. Athöfnin fór fram í Hallgrímskirkju og var hún þétt setin. Séra Pálmi Matthíasson jarðsöng. Útförin var á vegum ríkisins.

Athöfnin var afar hátíðleg og í kirkjunni stillti sér upp sérstakur heiðursvörður Oddfellow-félagsins, eins og sjá má á ljósmyndum sem Gunnar V. Andrésson, ljósmyndari Vísis, tók við þetta tækifæri.

Sigrún Hjálmtýsdóttir söng einsöng, Það er svo margt eftir Einar E. Sæmundssen. Einsöngur og kór, en Karlakórinn Fóstbræður undir stjórn Árna Harðarsonar, sungu ásamt Sigrúnu Ave María. Eftirspil var svo Ísland er land þitt eftir Magnús Þór. Orgelleikari var Jónas Þórir og á fiðlu lék Matthías Stefánsson.

Líkmenn voru vinir og samstarfsmenn Halldórs til margra ára: Sigmundur Davíð for­sæt­is­ráðherra, Finn­ur Ing­ólfs­son, fyrr­ver­andi ráðherra, Jón Kristjáns­son, fyrr­ver­andi heil­brigðisráðherra, Ein­ar K. Guðfinns­son, for­seti Alþing­is, Davíð Odds­son, rit­stjóri Morg­un­blaðsins, Guðmund­ur Bjarna­son, fyrr­verandi ráðherra, Jón Sveins­son lögmaður og Helgi Ágúst­son sendi­herra.

Halldór fæddist á Vopnafirði 8. september 1947 en lést á Landspítalanum 18. maí 2015.

Fjölmenni var í Hallgrímskirkju þegar Halldór Ásgrímsson var jarðsunginn.visir/gva
vísir/gva
vísir/gva
vísir/gva

Tengdar fréttir

Halldór verður jarðsunginn á fimmtudag

Útför Halldórs Ásgrímssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins, fer fram fimmtudaginn 28. maí klukkan 13 frá Hallgrímkirkju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×