Handbolti

Janus Daði markahæstur í lokaúrslitunum

Óskar Ófeigur Jónssin skrifar
Janus Daði Smárason.
Janus Daði Smárason. Vísir/Stefán
Haukar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta með sigri á Aftureldingu í þriðja leik liðanna að Varmá í Mosfellsbæ í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.

Haukarnir, sem enduðu í 5. sæti Olís-deildarinnar, hafa spilað liða best í úrslitakeppninni og unnið alla sjö leiki sína. Vinni þeir í kvöld verður það í fjórða sinn sem liði er sópað í lokaúrslitunum.

Haukar hafa unnið leiki sína í úrslitakeppninni með fjórum mörkum að meðaltali. Haukarnir hafa skorað 186 mörk í leikjunum sjö (26,6) og fengið á sig aðeins 156 (22,3).

Janus Daði Smárason er markahæsti leikmaður Hauka í lokaúrslitunum með 11 mörk, þar af tvö úr vítaköstum. Janus hefur alls skorað 37/10 mörk í úrslitakeppninni, fimm mörkum minna en annar Selfyssingur, Árni Steinn Steinþórsson, sem er markahæstur Hauka í leikjunum sjö í úrslitakeppninni.

Janus Daði hefur nýtt 11 af 19 skotum sínum í leikjunum tveimur á móti Aftureldingu en hann skoraði meðal annars sigurmarkið í fyrsta leiknum í Mosfellsbænum.

Örn Ingi Bjarkason er langmarkahæstur í liði Aftureldingar með 47/8 mörk, þar af 10 í úrslitaeinvíginu. Örn Ingi skoraði 9 af 10 mörkum sínum í fyrsta leiknum.

Örn Ingi er hins vegar tveimur mörkum á eftir Sturlu Ásgeirssyni, hornamanni ÍR, sem er markahæsti leikmaður úrslitakeppninnar 2015 með 49/26 mörk.

Örn Ingi þarf því þrjú mörk til að verða markahæsti leikmaður úrslitakeppninnar í ár en fleiri gætu blandað sér í baráttunni takist Mosfellingum að vinna í kvöld og framlengja lokaúrslitin.

Markahæstu leikmenn lokaúrslitanna 2015:

Janus Daði Smárason, Haukum        11/2

Örn Ingi Bjarkason, Aftureldingu    10/4

Árni Steinn Steinþórsson, Haukum    9

Elvar Ásgeirsson, Aftureldingu        7

Einar Pétur Pétursson, Haukum        5

Adam Haukur Baumruk, Haukum        5

Árni Bragi Eyjólfsson, Aftureldingu    4

Jóhann Jóhannsson, Aftureldingu        4

Böðvar Páll Ásgeirsson, Aftureldingu    3

Gunnar Þórsson, Aftureldingu        3/1

Jón Þorbjörn Jóhannsson, Haukum        3

Elías Már Halldórsson, Haukum        3

Tjörvi Þorgeirsson, Haukum        3

Brynjólfur Snær Brynjólfsson, Haukum    3

Markahæstu leikmenn úrslitakeppninnar 2015:

Sturla Ásgeirsson, ÍR            49/26

Örn Ingi Bjarkason, Aftureldingu    47/8

Árni Steinn Steinþórsson, Haukar    42

Janus Daði Smárason, Haukar        37/10

Björgvin Hólmgeirsson, ÍR        33

Arnar Birkir Hálfdánsson, ÍR        32

Pétur Júníusson, Aftureldingu        31




Fleiri fréttir

Sjá meira


×