Lífið

Óþolandi þýski ferðamaðurinn snýr aftur

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Þjóðverjinn sívinsæli
Þjóðverjinn sívinsæli myndir/youtube

Í lok mars birtust á vefnum stuttir grínþættir sem kallast Cloud Of Ash. Atli Bollason og Brogan Davidson gera það stólpagrín að Íslendingum, túristum og þeim skondnu aðstæðum sem geta komið upp þegar þessir tveir hópar hittast.

Í fimmta þætti hittu Brogan og Atli þýskan túrista sem leitar ráða um hvað hann skuli sjá og hvað skuli gera á Íslandi. Þjóðverjinn er einfaldlega of mikill hipster fyrir lífið og líkar ekkert sem Atli stingur upp á.

Í nýju myndbroti snýr þessi afburða leiðinlegi maður aftur og segir skoðun sína á Reykjavík. Hægt er að sjá myndbrotið og fimmta þátt Cloud Of Ash hér að neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.