Viðskipti innlent

Fólk er sólgið í orkustykki úr skordýrum

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Stefán og Búi.
Stefán og Búi. MYNDIR/JUNGLE BAR/EPA
Íslenska orkustykkið Jungle Bar er komið umfram 100% styrktarbeiðni á Kickstarter og enn er vika eftir af söfnuninni. Þá hefur orkustykki frumkvöðlanna Búa Bjarmars Aðalsteinssonar og Stefáns Atla Thoroddsen vakið athygli út fyrir landsteinana en tímaritið Wired fjallaði um Jungle Bar í gær. Áður hafa erlendu miðlarnir Daily Mail og The BBC gert sér mat úr orkustykki Búa og Stefáns.

Jungle Bar inniheldur um 200 kaloríur og átta grömm af próteini. Um 20 prósent af hverju stykki er búið til úr krybbum og restin úr döðlum, sesam-, graskers- og sólblómafræjum. Orkustykkin eru glúten-, soja-, mjólkur- og hnetulaus. 



Jungle Bar er ætlað að vekja fólk á Vesturlöndum til umhugsunar um þá ókönnuðu möguleika sem felast í því að rækta skordýr til matvælagerðar, en þeir Búi og Stefán sjá fram á að geta komið vörunni í sölu seinna á árinu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×