Viðskipti innlent

Bjarni vill byggja upp orkuauðlindasjóð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bjarni Benediktsson leitar eftir stuðningi við stofnun orkuauðlindasjóðs.
Bjarni Benediktsson leitar eftir stuðningi við stofnun orkuauðlindasjóðs. vísir/vilhelm
„Ég tel tímabært að við Íslendingar stofnum sérstakan orkuauðlindasjóð, fullveldissjóð okkar Íslendinga sem í myndi renna allur beinn arður af nýtingu orkuauðlindanna,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á ársfundi Landsvirkjunar í dag.

Hann sagði að með því að leggja inn í slíkan sjóð arðgreiðslur Landsvirkjunar og annarra orkufyrirtækja ríkisins verði hægt að hefja uppbyggingu á varasjóði okkar íslendinga sem um leið væri hugsaður sem stöðugleikasjóður til að jafna út efnahagssveiflur í hagkerfinu. „Að byggja upp slíkan sjóð er þolinmæðisverk og mikilvægt að hugað sé til langrar framtíðar, en nú er að mínu mati rétti tíminn til að taka slíka ákvörðun,“ sagði Bjarni. Hann sagði að til að byrja með kæmi til greina að hann væri gegnumstreymissjóður nýttur til að greiða niður skuldir ríkisins og styðja fjármögnum mikilvægra innviða. Til að mynda byggingu Landspítalans eða uppbyggingu í menntakerfinu. En það þyrfti að afmarka slík verefni með skýrum hætti bæði varðandi umfang og tíma.

Meginhugsunin væri þó að byggja upp myndarlegan höfuðsjóð, varasjóð okkar og styrkja þannig efnahagslega stöðu landsins enn frekar. Bjarni segist ætla að leita eftir samvinnu um uppbyggingu slíks sjóðs. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×