Erlent

Clegg, Farage og Miliband segja af sér

Samúel Karl Ólason skrifar
Ed Milliband, Nick Clegg og Nigel Farage.
Ed Milliband, Nick Clegg og Nigel Farage. Vísir/AFP
Uppfært eftir tilkynningu Miliband: Nick Clegg og Nigel Farage hafa báðir sagt af sér sem leiðtogar flokka sinna, Frjálslyndra Demókrata og Breska sjálfstæðisflokksins, Ukip. Þar að auki hefur Ed Miliband, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagt af sér. Ukip tókst einungis að ná einum manni inn og komst Nigel Farage ekki inn, hann hafði áður sagst ætla að hætta ef hann næði ekki á þing.

Ljóst er að kosningarnar hafa valdið töluverðum breytingum í landslagi stjórnmálanna í Bretlandi.

Frjálslyndir Demókratar guldu afhroð í kosningunum og munu líklegast ná einungis átta þingmönnum miðað við 56 í síðustu kosningum. Verkamannaflokkurinn stefnir í að tapa 26 þingmönnum.

Clegg sagði frá ákvörðun sinni í ræðu þar sem hann sagði að þjóðernishyggja og hræðsluáráður hefði sigrað. Hann sagði niðurstöður kosninganna leiða Bretland á hættulega braut. Nigel Farage sagði fyrir skömmu að hann ætlaði að „taka sér sumarfrí“. Eftir það myndi hann mögulega bjóða sig aftur fram til að leiða Ukip í september.

Ed Miliband þakkaði starfsmönnum flokksins og stuðningsmönnum sínum fyrir vinnu þeirra áður en hann sagði af sér. Hann sagðist bera ábyrgð á gengi flokksins, en hann sagðist ekki ætla að hætta að beita sér fyrir þeim heim sem hann trúir á.


Tengdar fréttir

Leiðtogi UKIP náði ekki kjöri

Breski Sjálfstæðisflokkurinn fékk 12 prósent atkvæða en aðeins einn þingmann. Eru næst stærstir í 90 kjördæmum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×