Körfubolti

Þrettán ár síðan að þjálfari gerði lið að meisturum tvö ár í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, með Íslandsbikarinn í Síkinu í gær.
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, með Íslandsbikarinn í Síkinu í gær. Mynd/Fésbókin
Finnur Freyr Stefánsson gerði KR að Íslandsmeisturum annað árið í röð í gærkvöldi þegar KR-liðið vann 88-81 sigur í fjórða leiknum í úrslitaeinvíginu á móti Tindastól.

KR vann úrslitaeinvígið þar með 3-1 en í fyrra vann KR 3-1 sigur á Grindavík í lokaúrslitunum.

Finnur Freyr varð með þessu fyrstu þjálfarinn í þrettán ár sem nær að gera lið að Íslandsmeisturum tvö ár í röð.

Síðastur til að ná því að undan Finni var Friðrik Ragnarsson en undir hans stjórn unnu Njarðvíkingar 2001 og 2002. Fyrra árið þjálfaði Friðrik reyndar liðið með Teiti Örlygssyni.

Valur Ingimundarson gerði Njarðvík að meisturum tvö ár í röð, 1994 og 1996, Keflavíkingar unnu tvö ár í röð undir stjórn Jóns Kr. Gíslasonar 1992 og 1993 og þá unnu Njarðvíkingar þrjú ár í röð undir stjórn Gunnars Þorvarðarsonar 1984-86.

KR-ingar hafa unnið 59 af 67 leikjum á Íslandsmótinu tvö síðustu tímabilin, 41 af 44 leikjum í deildinni og 18 af 23 leikjum í úrslitakeppninni.


Tengdar fréttir

Viljum vinna miklu fleiri titla

KR varð Íslandsmeistari karla í körfubolta annað árið í röð og í 14. sinn í sögu félagsins í gærkvöldi þegar liðið vann Tindastól, 88-81, í fjórða leik liðanna í lokaúrslitunum. KR-ingar stefna á að vinna fleiri titla á næstu árum og stefna á bikarmeistaratitilinn




Fleiri fréttir

Sjá meira


×