Innlent

Auglýsir eftir sjálfboðaliðum í ruslatínslu

Höskuldur Kári Schram skrifar
Tuttugu og eins árs verkfræðinemi vonast til þess að fá sjötíu til áttatíu sjálfboðaliða til að hreinsa rusl á Hornströndum í næsta mánuði. Þetta er annað árið í röð sem hann skipuleggur slíka ferð en í fyrra náði hópurinn að tína fimm og hálft tonn af rusli.

Sextíu manns tóku þátt í verkefninu í fyrra sem þótti takast vel en þrátt fyrir að Hornstrandir séu fjarri alfaraleið hefur töluvert magn af hvers konar rusli safnast þar saman í áranna rás.

Gauti Geirsson hefur haldið utanum átakið en sjálfur á hann ættir að rekja til Hornstranda.

„Bærinn og björgunarfélagið ætluðu saman í þetta verkefni í fyrra og mér datt í hug að það væri sniðugt að auglýsa eftir sjálfboðaliðum og bjóða þeim að koma þarna einn dag og hreinsa og það gekk mjög vel,“ segir Gauti.

Margir aðilar hafa nú þegar heitið stuðningi við verkefnið en markmiðið er að leggja í hann 23. maí næstkomandi.

Þeir sem hafa áhuga að taka þátt er bent á að senda póst á netfangið postur@isafjordur.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×