Erlent

Ungbarni bjargað úr rústum eftir 22 klukkustundir

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Barnið er nú á spítala og er ástand þess stöðugt.
Barnið er nú á spítala og er ástand þess stöðugt. vísir/twitter

Fjögurra mánaða dreng var á sunnudag bjargað úr rústum húss sem hrunið hafði til grunna í jarðskjálftanum í Nepal á laugardag. Þá hafði hann lifað af í rústunum í 22 klukkustundir. 

Nepaska dagblaðið Kathmandu Today birti ótrúlegar myndir af björgun drengsins, sem nú hafa ratað inn á veraldarvefinn.

Hermenn á svæðinu fundu drenginn. Þeir höfðu þá leitað að eftirlifendum á svæðinu um nokkurn tíma en án árangurs. Þegar þeir voru við það að yfirgefa svæðið heyrðu þeir daufan grátur og hófu því leitina að nýju.Barnið er nú á spítala og er ástand þess stöðugt, að því er fram kemur á vef Independent. Foreldrar drengins eru enn ófundnir.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.