Körfubolti

Dempsey: Mér líður ekki nógu vel

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Myron Dempsey í leiknum í kvöld.
Myron Dempsey í leiknum í kvöld. Vísir/Auðunn
Myron Dempsey fékk heilahristing á æfingu en spilaði með Tindastóli gegn KR í kvöld. Hann segist ekki hafa verið algjörlega heill heilsu í kvöld en hann missti af fyrstu þremur leikjum liðanna í rimmunni.

„Ég veit ekki hvað gerðist hérna í lokin. Ég bara veit það ekki,“ sagði niðurlútur Dempsey við Vísi eftir leikinn. KR varð Íslandsmeistari eftir sigur í leik liðanna í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld.

„Ég er þreyttur. Ég hef ekki verið með í tíu daga. Það er erfitt og ég er bara ekki í formi. En ég gerði það sem ég gat.“

„Ég reyndi að koma mér í takt við leikinn en það var erfitt. Ég var ryðgaður og það tekur tíma að komast aftur í gang eftir svona lagað.“

Hann fékk höfuðhögg á æfingu skömmu fyrir fyrsta leikinn gegn KR og segist ekki búinn að jafna sig fyllilega á því. Dempsey fékk heilahristing og var að glíma við eftirköst þess.

„Ég var í raun ekki nógu góður í hausnum. Ég var um 90 prósent. En það eru engar afsakanir í kvöld.“

„Þetta var erfitt. En ég reyndi mitt besta til að hjálpa liðinu. Það var mjög erfitt að standa fyrir utan fyrstu þrjá leikina. Ég vildi vera inn á og hjálpa mínum strákum.“

„Ég held að ég hefði getað hjálpað til ef ég hefði haft heilsu til þess. En KR er með gott lið við vorum bara ekki með nóg til að vinna.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×