Innlent

Laun þeirra sem heyra undir kjararáð hafa hækkað minna en þeirra sem standa innan BHM og BSRB

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Bjarni Benediktsson greindi frá tölunum í svari á þingi í morgun. Laun hans eru ákveðin af kjararáði.
Bjarni Benediktsson greindi frá tölunum í svari á þingi í morgun. Laun hans eru ákveðin af kjararáði. Vísir/GVA
Kjör starfsmanna ríkisins sem stjórnast af ákvörðunum kjararáðs hafa hækkað minna en kjör þeirra sem standa innan Bandalags háskólamanna og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja.



Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Sigurðar Ernis Ágústssonar, varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins.



Í svarinu er launaþróun hópanna borin saman við launavísitölu þar sem miðað er við tímabilið frá júlí árið 2006 til 2014. Á því tímabili hafa laun starfsmanna sem heyra undir kjararáð hækkað um 44,6 prósent en laun fólks innan BHM og BSRB um 54,8 prósent og 56,8 prósent.



Á sama tíma hefur launavísitalan hækkað um 64,1 prósent.


Hér sést hvernig launavísitala mismunandi hópa hefur þróast frá 2006.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×