Viðskipti innlent

Magnús Scheving segist vera ríkasti maður heims

ingvar haraldsson skrifar
Magnús Scheving, við undirritun samnings um söluna á Latabæ til Turner
Magnús Scheving, við undirritun samnings um söluna á Latabæ til Turner vísir/valli
„Ég segi alltaf að ég sé ríkasti maður í heimi, því ég hef unun af því sem ég geri,“ segir Magnús Scheving, skapari Latabæjar, í viðtali sem birtist á viðskiptavef danska blaðsins Berlingske. Magnús vildi þó lítið gefa upp um hvað hvað hann eigi af krónum og aurum. Hann átti sig þó á að hann þurfi aldrei að vinna aftur eftir að hafa selt fjölmiðlarisanum Turner réttinn að vörumerkinu Latabæ.

Í viðtalinu er farið yfir feril Magnúsar, sem sló fyrst í gegn á alþjóðavísu sem Evrópumeistari í þolfimi árið 1994. Ári síðar hafi fyrsta bókin um Latabæ komið út. Síðan þá hafi vörumerkið orðið heimsfrægt enda sjónvarpsþættirnir um Latabæ sýndir í yfir 170 löndum.

Magnús lagði nýlega búning íþróttaálfsins á hilluna. Magnús segir þrátt fyrir það sé barátta hans gegn offitu og auknu heilbrigði jarðarbúa ekki lokið. Hann ferðast nú um heiminn, heldur fyrirlestra og hittir stjórnamálamenn og forsvarsmenn stofnana þar sem hann reynir að koma þeim í skilning um að spara megi fé með auknu heilbrigði almennings.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×