Handbolti

Ólafur Stefánsson verður aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Stefánsson.
Ólafur Stefánsson. Vísir/AFP

Aron Kristjánsson, karlalandsliðsþjálfari í handbolta, hefur valið tuttugu manna landsliðshóp fyrir leikina á móti Serbíu nú í lok mánaðarins sem eru í riðlakeppninni fyrir EM 2016.

Liðið kemur saman til æfinga 27. apríl en leikir við Serba verða 29. apríl í Laugardalshöllinni og 3. maí í Serbíu.

Aron velur tvo unga nýliða í hópinn eða þá Egil Magnússon úr Stjörnunni og Pétur Júníusson úr Aftureldingu.

Ólafur Indriði Stefánsson, einn leikreyndasti og dáðasti handknattleiksmaður þjóðarinnar, verður í þjálfarateymi Arons Kristjánsson, landsliðsþjálfara, í komandi verkefnum og tekur þar sæti Erlings Richardssonar.

Erlingur tekur sem kunnugt er við þjálfun þýska úrvalsdeildarliðsins Füsche Berlin í sumar og hefur ekki verið með landsliðinu síðan á æfingamóti fyrir HM og vill HSÍ nota tækifærið og þakka Erlingi fyrir þann tíma sem hann var með karlalandsliðinu og óska honum jafnframt góðs gengis í nýju verkefni.

Ólafur mun einnig spila stórt hlutverk í Afrekshópum HSÍ, sem hleypt verður af stokkunum innan skamms. Þessum afrekshópum er ætlað að efla, bæta og þróa unga leikmenn, bæði í karla- og kvennaflokki, og stytta leið þeirra að A-landsliðum.

Reynsla Ólafs og þekking eru dýrmæt í þessu samhengi og endurkoma hans að A-landsliðinu gerir það að verkum að hann getur miðlað þeim áhersluatriðum sem unnið er með hjá landsliðinu beint til afrekshópanna.


Íslenski landsliðshópurinn:

Markmenn:
Aron Rafn Eðvarðsson, Eskilstuna Guif
Björgvin Páll Gústavsson, Die Bergische Handball Club

Aðrir leikmenn:
Alexander Petersson, Rhein-Neckar Löwen
Arnór Atlason, St. Raphael
Arnór Þór Gunnarsson, Die Bergische Handball Club
Aron Pálmarson, THW Kiel
Ásgeir Örn Hallgrímsson, Nimes
Bjarki Már Gunnarsson, Aue
Egill Magnússon, Stjarnan
Guðjón Valur Sigurðsson, Barcelona
Gunnar Steinn Jónsson, Vfl Gummersbach
Kári Kristján Kristjánsson, Valur
Ólafur Guðmundsson, TSV Hannover-Burgdorf
Pétur Júníusson, Afturelding
Róbert Gunnarsson, Paris Handball
Rúnar Kárason, TSV Hannover-Burgdorf
Snorri Steinn Guðjónsson, Selestat Alsace HB
Stefán Rafn Sigurmannsson, Rhein-Neckar Löwen
Sverre Andreas Jakobsson, Akureyri
Vignir Svavarsson, HC Midtjylland ApSAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.