Innlent

Loppuför vöktu von um að Flosi sé enn á lífi

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Flosi er nítján mánaða Bichon Frise rakki. Hann er örmerktur og afar ljúfur í umgengni, að sögn Hörpu.
Flosi er nítján mánaða Bichon Frise rakki. Hann er örmerktur og afar ljúfur í umgengni, að sögn Hörpu.
Spor sem fundust í nýföllnum snjónum nú fyrir páska hafa vakið von um að hundurinn Flosi, sem hvarf frá bænum Ós í Arnarneshreppi fyrir um fjórum vikum síðan, sé enn á lífi. Mikil leit hefur því staðið yfir frá morgni til kvölds alla páskana og verður henni framhaldið þar til annað kemur í ljós.

„Á skírdag fundum við spor skógi hinum megin við ána, þar sem bærinn er. Við náðum að rekja þau spor upp í Hörgárdal og þaðan upp í skóg sem er fyrir ofan Þelamörk. Síðan var orðið það heitt á laugardag að snjórinn var farinn og sporin sömuleiðis,“ segir Harpa Jörundardóttir, eigandi Flosa.

Hér er Flosi nýbaðaður og klipptur, skömmu áður en hann hvarf.
Hún segir það vel geta verið að um tófuspor hafi verið að ræða. Sporin hafi þó kveikt hjá þeim vonarglætu og að betra sé að fylgja þeim en að sitja aðgerðarlaus heima. „Þetta eru einu vísbendingarnar sem við höfum fengið hingað til. Mér skilst þetta séu ekki hefðbundin tófuspor, án þess þó að hafa vit á því sjálf. Þau eru villuráfandi; það er stoppað og snúið við og pissað,“ segir Harpa.

Búið er að fara með búr, mat, vatn og teppi á svæðið og ætlar Harpa að reyna að fá lóðatík með sér á svæðið. „Maður leyfir sér að vona en er samt niðri á jörðinni. Við munum halda áfram að leita, förum núna í dag strax eftir vinnu og verðum fram á kvöld.“

Fundum hundaspor inn á milli þúfna milli bæjanna Skipalóns og Hlaðir í Hörgárbyggð - er einhver sem á eftir að viðra hundinn sinn í dag tilbúinn að koma og hjálpa okkur? Hringið í síma 8466977

Posted by Harpa Jörundardóttir on 2. apríl 2015

Þetta myndband var tekið nokkrum dögum áður en litli hnoðrinn okkar hreinlega hvarf út í nóttina - það sem ég vildi óska að hann færi að koma í leitirnar.

Posted by Harpa Jörundardóttir on 27. mars 2015

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×