Lífið

Íslenskir gamanþættir á ensku: Gera grín að Íslendingum og túristum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Skjáskot úr þáttunum.
Skjáskot úr þáttunum.
Atli Bollason og Brogan Davisson fara með aðalhlutverk í nýjum gamanþáttum, Cloud of Ash, en átta þættir voru birtir á YouTube í gær. Í þáttunum, sem eru á ensku, er gert stólpagrín að Íslendingum, erlendum ferðamönnum og samskiptum þeirra á milli.

Leikstjóri er Garðar Stefánsson en hugmyndasmiðurinn að þáttunum er Steindór Grétar Jónsson. Lögreglumaðurinn Gunnar Scheving Þorsteinsson sér um hljóðupptöku.

Þættina átta má sjá hér að neðan.

Þáttur 1 - Red Light District

Brogan nýtir tækifærið og sendir tvo spólgraða erlenda ferðamenn, sem hafa í hyggju að kynnast glæsilegum íslenskum stelpum og eiga með þeim næturgaman, í óvissuferð.

 



Þáttur 2 - Québec

Atli daðrar við franska stelpu í stofunni á meðan íslenskur strákur gerir sitt besta til að sofa hjá Brogan. Hún hefur áhyggjur af því að fólkið frammi í stofu heyri til hennar en hann blæs á þær áhyggjur.





Þáttur 3 - War Zone

Atli kynnist glæsilegri stelpu frá Ísrael. Allt gengur vel þar til umræðan beinist að ástandinu í heimalandi hennar.

 



Þáttur 4 - Viking Heroes

Frammistaða Brogan sem leiðsögumaður um götur Reykjavíkur þykir ekki upp á marga fiska. Þó er hún menntaður leikari og ætti að fara létt með þetta.





Þáttur 5 - Top Excellent

Þýskur ferðamaður biður Atla um ráð. Hvar á hann að borða og fara að skemmta sér? Þjóðverjinn reynist vera fífl.





Þáttur 6 - Animal Racist

Atli og Brogan rífast um réttinn til að borða hvalakjöt. Atli lendir í basli þegar hann hittir mótmælanda í hvalabúningi.





Þáttur 7 - Nota a date

Brogan fer á stefnumót nema hún vissi ekki að um stefnumót væri að ræða.





Þáttur 8 - Plastic and Lies

Brogan brotnar niður eftir samskipti við dónalegan viðskiptavin. Atli hughreystir vinkonu sína.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×