Lífið

Íslenskir gamanþættir á ensku: Gera grín að Íslendingum og túristum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Skjáskot úr þáttunum.
Skjáskot úr þáttunum.

Atli Bollason og Brogan Davisson fara með aðalhlutverk í nýjum gamanþáttum, Cloud of Ash, en átta þættir voru birtir á YouTube í gær. Í þáttunum, sem eru á ensku, er gert stólpagrín að Íslendingum, erlendum ferðamönnum og samskiptum þeirra á milli.

Leikstjóri er Garðar Stefánsson en hugmyndasmiðurinn að þáttunum er Steindór Grétar Jónsson. Lögreglumaðurinn Gunnar Scheving Þorsteinsson sér um hljóðupptöku.

Þættina átta má sjá hér að neðan.

Þáttur 1 - Red Light District
Brogan nýtir tækifærið og sendir tvo spólgraða erlenda ferðamenn, sem hafa í hyggju að kynnast glæsilegum íslenskum stelpum og eiga með þeim næturgaman, í óvissuferð.
 

Þáttur 2 - Québec
Atli daðrar við franska stelpu í stofunni á meðan íslenskur strákur gerir sitt besta til að sofa hjá Brogan. Hún hefur áhyggjur af því að fólkið frammi í stofu heyri til hennar en hann blæs á þær áhyggjur.Þáttur 3 - War Zone
Atli kynnist glæsilegri stelpu frá Ísrael. Allt gengur vel þar til umræðan beinist að ástandinu í heimalandi hennar.
 

Þáttur 4 - Viking Heroes
Frammistaða Brogan sem leiðsögumaður um götur Reykjavíkur þykir ekki upp á marga fiska. Þó er hún menntaður leikari og ætti að fara létt með þetta.Þáttur 5 - Top Excellent
Þýskur ferðamaður biður Atla um ráð. Hvar á hann að borða og fara að skemmta sér? Þjóðverjinn reynist vera fífl.Þáttur 6 - Animal Racist
Atli og Brogan rífast um réttinn til að borða hvalakjöt. Atli lendir í basli þegar hann hittir mótmælanda í hvalabúningi.Þáttur 7 - Nota a date
Brogan fer á stefnumót nema hún vissi ekki að um stefnumót væri að ræða.Þáttur 8 - Plastic and Lies
Brogan brotnar niður eftir samskipti við dónalegan viðskiptavin. Atli hughreystir vinkonu sína.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.