Innlent

Frumvarp um staðgöngumæðrun til umræðu í ríkisstjórn

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Unnið hefur verið að frumvarpinu síðan 2012 í ráðuneyti Kristjáns Þórs.
Unnið hefur verið að frumvarpinu síðan 2012 í ráðuneyti Kristjáns Þórs. Vísir/Pjetur

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra lagði í dag fram frumvarp um staðgöngumæðrun í ríkisstjórn, samkvæmt dagskrá fundarins. Unnið hefur verið að frumvarpinu síðan 2012 en sérstök nefnd var skipuð til þess.

Fréttastofa greindi frá því í byrjun febrúar að frumvarpið væri tilbúið og að það yrði lagt fram í lok mánaðrins. Það dróst og er það fyrst núna að koma fram. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er staðgöngumæðrun í hagnaðarskyni hafnað.

Dögg Pálsdóttir, lektor við lögfræðideild HR, fór fyrir hópnum sem vann frumvarpið en hann skipa auk hennar Hrefna Friðriksdóttir lektor við HÍ, Sigurður Kristinsson prófessor við HA, Svanhildur Þorbjörnsdóttir og Helga Guðmundsdóttir.


Tengdar fréttir

Rýmri reglur um staðgöngumæðrun

Rýmri reglur eru um staðgöngumæðrun í nýju frumvarpi sem heimilar staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni en um ættleiðingar. Fólk sem vill ættleiða þarf að hafa verið í sambúð í fimm ár, en þrjú ár ef um staðgöngumæðrun er að ræða.

Frumvarp um staðgöngumæðrun lagt fram á næstunni

Frumvarp til laga sem leyfir staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni á Íslandi, og unnið hefur verið að frá árinu 2012, er tilbúið og verður lagt fram síðar í mánuðinum. Er þetta fyrsta frumvarp um staðgöngumæðrun á Norðurlöndunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.