Innlent

"Ánægjulegt og eðlilegt“

Atli Ísleifsson skrifar
Jón Bjarnason er formaður Heimssýnar.
Jón Bjarnason er formaður Heimssýnar. Vísir/Stefán
„Mér finnst þetta bara ánægjulegt og eðlilegt,“ segir Jón Bjarnason, formaður Heimssýnar, í samtali við Vísi, aðspurður um fréttir dagsins.

Finnst þér ekki eðlilegra ef þetta hefði farið fyrir þingið?

„Það er ríkisstjórnarinnar að meta en umsóknin sem slík var löngu komin í pólitískt og efnislegt strand. Þetta gat engan veginn haldið áfram. Á síðasta vetri fékk þingið nákvæma greinargerð [skýrslu Hagfræðistofnunar] um það að ekki væri hægt að halda áfram inngönguferlinu á grundvelli þeirra fyrirvara sem Alþingi setti. Evrópusambandið krafðist fullra yfirráða yfir fiskimiðunum til dæmis.“

Jón segir ESB ekki hafa tekið til greina að ræða sjávarútvegsmálin á meðan Íslendingar kröfðust yfirráða yfir fiskimiðunum. „Ég sem ráðherra fékk að vita það hjá ESB hvar sjávarútvegsmálin stoppuðu, því það var ég sjálfur sem neitaði að fallast á kröfur þeirra bæði í landbúnaðarmálum og sjávarútvegsmálum.“

Hann segir það mjög gott að þetta sé gert og að umsókninni „sé lokið og hafi verið afturkölluð“. „Engu pólitísku afli dettur í hug að fara í sama skollaleik og farið var í 2009.“

Heldurðu þá að þessu máli sé lokið?

„Já. Ég treyst því að þessu sé lokið.“


Tengdar fréttir

Fólk streymir niður á Austurvöll

Fjöldi fólks streymir niður að Alþingishúsinu til að mótmæla því að ríkisstjórnin hefur nú fyrirvaralaust slitið aðildarviðræðum við ESB.

Ísland ekki lengur umsóknarríki ESB

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hún hafi ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×