Körfubolti

Bonneau: Þetta verður góð sería

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stefan Bonneau og Logi Gunnarsson.
Stefan Bonneau og Logi Gunnarsson. Vísir/Stefán
Stefan Bonneau, leikstjórnandi Njarðvíkinga, var valinn besti leikmaður seinni hluta Domionos-deildar karla og í kvöld spilar hann sinn fyrsta leik í úrslitakeppni á Íslandi.

„Ég er mjög þakklátur fyrir að fá þessi verðlaun og vil þakka þjálfurum og leikmönnum Njarðvíkur fyrir að koma mér í þá stöðu að geta unnið þessi verðlaun," sagði Stefan Bonneau í viðtali við Arnar Björnsson á kynningarfundi fyrir úrslitakeppnina sem fram fór í vikunni.

„Sumt kom mér á óvart í íslenska körfuboltanum og annað ekki. Fyrsti leikurinn minn var á móti KR, besta liðinu í deildinni, og það kom mér svolítið á óvart. En heilt yfir tókst mér að spila minn leik og skila góðu starfi," sagði Bonneau.

„Við spiluðum vel á móti Stjörnunni í deildinni á dögunum en nú mætum við þeim aftur í úrslitakeppninni og það verður allt öðruvísi. Ég veit að þeir munu reyna að breyta til hjá sér og við þurfum að gera slíkt hið sama. Þetta verður góð sería," sagði Bonneau sem skoraði 41 stig, tók 8 fráköst og gaf 9 stoðsendingar í leiknum á móti Stjörnunni.

„Auðvitað er gaman að skora en við verðum bara að sjá til hversu mörg stig ég næ að skora í seríunni á móti Stjörnunni," sagði Stefan Bonneau  en það má sjá allt viðtal Arnars Björnssonar við hann hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×