Formúla 1

Manor með til Melbourne

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Graeme Lowdon ræðir við Bernie Ecclestone.
Graeme Lowdon ræðir við Bernie Ecclestone. Vísir/Getty
Manor liðið hefur staðfest að 2015 bíll liðsins sé reiðubúinn og mæti í fyrstu keppni tímabilsins í Ástralíu eftir 10 daga.

Breska liðið sem reist er á grunni hins gjaldþrota Marussia liðs segir að síðasta hindrunin sé nú yfirstigin. Verið er að leggja lokahönd á að gera bílnn kláran. Hann mun vera í fluginu til Melbourne seinna í vikunni.

Graeme Lowdon, keppnisstjóri liðsins sagðist ekki hafa verið viss um að þetta myndi takast. „Ég er afar spenntur að geta tilkynnt að þökk sé mikilli vinnu fjölda fólks, þá erum við tilbúin að taka þátt í kappakstri aftur,“ sagði Lowdon.

„Síðustu mánuðir hafa verið sannkölluð rússíbanareið - ég vil sérstaklega þakka aðdáendum okkar,“ bætti Lowdon við.

Manor hefur tímabilið með 2014 bíl Marussia liðsins sem búið er að breyta til að hann standist nýjar reglur um hönnun. Fullunninn bíll verður kynntur seinna á tímabilinu.

Liðið hefur staðfest að Will Stevens muni aka fyrir liðið en hinn ökumaðurinn er enn annað hvort ófundinn eða leyndarmál.


Tengdar fréttir

Marussia bjargað á elleftu stundu?

Tekist hefur að blása lífi í vonarglæður yfirmanna Marussia liðsins um að það takist að bjarga liðini. Hætt hefur verið við loka uppboð á eignum liðsins.

Enn er von fyrir Manor Grand Prix

Manor Grand Prix liðið sem áður hét Marussia hefur formlega lokið skiptum á búi sínu. Þetta er stórt skref fyrir liðið sem stefnir á þátttöku á komandi tímabili.

Manor tilkynna fyrri ökumann sinn

Manor GP liðið hefur staðfest að það ætli sér að taka þátt í Ástralíu eftir 17 daga. Will Stevens veðrur annar ökumanna liðsins.

Upplýsingum um skuldir Marussia liðsins lekið

Marussia liðið skuldaði lánadrottnum andvirði rúmlega 6 milljarða króna samkvæmt skjölunum þegar það var lýst gjaldþrota. Upplýsingar um skuldir liðsins voru á skjölum sem lekið var úr þrotabúinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×