Innlent

Mikil norðurljósafegurð á Vestfjörðum

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Norðurljósin skörtuðu svo sannarlega sínu fegursta í Bolungarvík í gærkvöldi.
Norðurljósin skörtuðu svo sannarlega sínu fegursta í Bolungarvík í gærkvöldi. Mynd/Hafþór Gunnarsson

Þó svo að veður hafi verið rysjótt undanfarið um allt land, þá birti til vestur á fjörðum í gærkvöldi, nánar tiltekið í Bolungarvík. Hafþór Gunnarsson fréttaritari Stöðvar 2 tók þessar fallegu myndir af fögrum norðurljósum í Bolungarík í gærkvöldi.

„Það var þó bara bjart í nokkrar klukkustundir og því gott að grípa tækifærið og hlaupa út með myndavélina,“ segir Hafþór um gærkvöldið.

Um miðjan dag í dag byrjaði svo að hvessa á vestfjörðum með ofankomu en þó hefur lygnt og birt til í kvöld. Það var þó ekki nógu bjart til að fanga falleg norðurljós sem fela fyrir ofan skýin í kvöld. „Maður er þó alltaf með myndavélina tilbúna ef það skyldi birta meira til,“ bætir Hafþór við.

Mikil litadýrð á himnum fyrir ofan þorpið. Mynd/Hafþór Gunnarsson
Hólskirkja í Bolungarvík með fagran himinn í bakgrunn. Mynd/Hafþór Gunnarsson
Mynd tekin frá sjóminjasafninu í Ósvör sem stendur austast í Bolungarvík. Við sjáum hér norðurljósin sem skína fyrir ofan Ísafjarðardjúpið. Mynd/Hafþór Gunnarsson


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira