Viðskipti innlent

„Fjármálaunglingur“ hefur alþjóðlega viku fjármálalæsis

ingvar haraldsson skrifar
Á myndinni eru Thelma Jónsdóttir, Máni Mar Steinbjörnsson og Steinbjörn Logason.
Á myndinni eru Thelma Jónsdóttir, Máni Mar Steinbjörnsson og Steinbjörn Logason.

Alþjóðleg vika fjármálalæsis hófst formlega í morgun þegar Máni Mar Steinbjörnsson, „fjármálaunglingurinn“ úr sjónvarpsþáttunum „Ferð til fjár“ hringdi inn opnun markaða í Kauphöll Íslands.

Alþjóðlega fjármálalæsisvikan er haldin er í yfir eitt hundrað með það markmið að vekja ungt fólk til umhugsunar um  fjármál sín og gefur þeim tól og tæki til að móta eigin framtíð.

Alþjóðlega fjármálalæsisvikan er haldin að frumkvæði samtakanna Child and Youth Finance International. Þetta er í fjórða sinn sem hún er haldin á alþjóðavísu, en í annað sinn sem Ísland tekur þátt.
Fjölbreytt dagskrá verður hér á landi í vikunni. Á miðvikudaginn verður ráðstefna í Háskólanum í Reykjavík í hádeginu miðvikudaginn 11. mars þar sem öll erindi verða innan við fimm mínútur.

Meðal þeirra sem halda erindi verða Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sem segir frá fjármálalæsi, Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins, sem fræðir fundargesti um hvort lottó sé góð fjárfesting og Lúðvík Elíasson sérfræðingur hjá Seðlabanka Íslands sem hyggst segja frá virði peninga, verðlagi og verðtryggingu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
5,11
14
50.451
ICEAIR
2,95
34
234.414
SIMINN
2,83
27
416.767
REGINN
2,29
14
153.964
EIM
2,23
15
226.541

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MARL
-0,39
12
242.543
SYN
-0,23
9
140.003
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.