Innlent

Ísland í dag: Stærsti íshellir í heimi verður mögulega til í Langjökli

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar

Íshellirinn í Langjökli verður mögulega stærsti manngerði íshellir í heiminum. Lokið verður við að grafa ísgöng í jökulinn á næstu dögum. Þegar göngin verða opnuð í byrjun sumars geta gestir gengið um sex hundruð metra leið inni í jöklinum. 

„Ég held að allir sem munu koma hérna munu náttúrulega fá nýja upplifun því að koma inn í jökul er eitthvað sem að held ég hafi verið ómögulegt hingað til að mestu leyti,“ segir Kjartan Þór Þorbjörnsson hjá Icecave. Hann segir það ekki vera í boði fyrir þá sem grafa göngin að vera með innilokunarkennd. 

Í Íslandi í dag var rætt við starfsmenn sem hafa staðið í ströngu við að grafa göngin í vetur og einstakar myndir sýndar innan úr jöklinum. Þá kannaði Tómas Árnason, einn starfsmannanna, hljómburðinn í göngunum. Allt þetta og meira má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Sprunga djúpt í Langjökli magnar upp upplifun gesta

Lengstu ísgöng í Evrópu, djúpt í Langjökli, verða opnuð ferðafólki í júní. Mikil sprunga í jöklinum „fannst“ við gröftinn og verður eitt helsta aðdráttarafl ferðafólks. Reiknað er með 20 til 30 þúsund gestum á ári.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.