Innlent

Good Morning America í beinni útsendingu frá Holuhrauni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Útsendingin hefst klukkan tólf að hádegi.
Útsendingin hefst klukkan tólf að hádegi. vísir/guðbergur

Hinn vinsæli morgunþáttur Good Morning America verður í beinni útsendingu frá Holuhrauni í dag og hefst útsending klukkan tólf að íslenskum tíma.

Sjónvarpsstöðin ABC fékk tilskilin leyfi til að senda frá svæðinu og verður veðurfræðingur stöðvarinnar, Ginger Zee í aðalhlutverki.

Þátturinn hefur verið í loftinu frá árinu 1975 og daglega horfa um fimm milljónir manna á þáttinn, sem er langvinsælasti morgunþátturinn vestanhafs.

Bandaríski veðurfræðingurinn og sjónvarpskonan Ginger Zee fer fyrir teyminu frá ABC. Zee er aðalveðurfræðingur ABC en henni til halds og trausts við Holuhraun í dag verður Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá Almannavörnum.


Tengdar fréttir

Engar reglur brotnar við leyfið

Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir engar reglur hafa verið brotnar þegar bandarísku fréttastofunni ABC var veitt leyfi til að senda út morgunþátt sinn frá lokuðu svæði við gosstöðvarnar í Holuhrauni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×