Innlent

Eins milljarða flughermir tekinn í notkun

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Líklegt er að erlendir atvinnuflugmenn komi hingað til lands í reglubundna þjálfun í herminum.
Líklegt er að erlendir atvinnuflugmenn komi hingað til lands í reglubundna þjálfun í herminum.
Rúmlega eins milljarða króna flughermir, sem búin er fullkominni tækni til að þjálfa flugmenn, var tekin í notkun við hátíðlega athöfn í Hafnarfirði í dag. Líklegt er að erlendir atvinnuflugmenn komi hingað til lands í reglubundna þjálfun í herminum.

Flug­herm­ir­inn er sá fysti sinnar tegundar hér á landi, en hann er  er ná­kvæm eft­ir­lík­ing af stjórn­klefa Boeing 757 flug­vél­ar. Í herminum er hægt að kalla fram marg­háttaðar bil­an­ir og þjálfa flug við breyti­leg veður­skil­yrði til að reyna á viðbrögð flug­manna. 

Um gríðarlega fjárfestingu er að ræða en flughermir af þessu tagi kostar rúmlega einn milljarð króna.  Undirbúningur að því að fá herminn hingað til lands hefur staðið yfir í átján mánuði og byggt var sérstakt húsnæði undir hann. Samningaviðræður eru nú í gangi um að fá erlenda flugmenn hingað til lands í þjáflun.

Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, opnaði herminn með formlegum hætti í dag og fékk að sjálfsögðu að prófa að fljúga, eins og sést í myndskeiðinu hér að ofan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×