Erlent

Forsíður frönsku blaðanna: "Við erum öll Charlie“

Atli Ísleifsson skrifar
Nokkur frönsku blaðanna í morgun.
Nokkur frönsku blaðanna í morgun. Vísir/AFP
Franskir fjölmiðlar hafa brugðist við hryðjuverkaárásum gærdagsins með því að birta röð sláandi mynda og fyrirsagna.

Liberation fór þá leið að birta mynd með textanum „Nous Sommes Tous Charlie“, eða „Við erum öll Charlie“, sem vísar í textann „Je Suis Charlie“ („Ég er Charlie“) sem hefur verið áberandi í viðbrögðum fólks við árásinni.

Mikill samhljómur var meðal frönsku blaðanna í morgun þrátt fyrir að hafa almennt ólíka sýn á samfélagið. Þannig voru Le Figaro, sem þykir íhaldssamt, og vinstri blaðið l'Humanite bæði með fyrirsagnir sem byggja á hugmyndinni um að frelsið hafi verið tekið af lífi.

Kaþólska blaðið La Croix kaus að birta skopmynd á forsíðu sinni með textanum „Frakkland myrt“. Le Telegramme var með nöfn nokkurra fórnarlambanna á forsíðu sinni undir fyrirsögninni „Tekin af lífi“ og íþróttablaðið L‘Equipe með fyrirsögnina „Frelsi 0 – Barbarar 12“.

Vísir/AFP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×