Innlent

Heldur enn fram sakleysi

Hanna Ólafsdóttir skrifar
Maðurinn situr í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni.
Maðurinn situr í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni. FRÉTTABLAÐIÐ/Pjetur
Engar formlegar yfirheyrslur hafa verið yfir manninum sem grunaður er um að hafa orðið konu sinn að bana í Stelkshólum þann 27. september.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er meðal annars beðið eftir niðurstöðum úr krufningu sem og rannsókn tæknideildar lögreglunnar.

Búist er við að skýrslutaka yfir manninum verði öðru hvoru megin við helgina. Maðurinn neitar enn að hafa orðið konu sinni að bana og segir hana hafa tekið eigið líf.


Tengdar fréttir

Segir eiginkonu sína hafa svipt sig lífi

Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana í Stelkshólum á laugardag, heldur því fram að konan hafi tekið eigið líf. Hann hefur staðfastlega haldið fram sakleysi sínu í skýrslutökum hjá lögreglu.

Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald

Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 17. október næstkomandi.

Talinn hafa kyrkt konuna

Börn hjónanna, tveggja og fimm ára voru á heimilinu, en þeim hefur verið komið í viðeigandi umönnun hjá barnaverndaryfirvöldum.

„Virkilega vinalegt og gott fólk“

Nágranni hjónanna í Stelkshólum í Breiðholti segir allt hafa verið með kyrrum kjörum á stigaganginum í gærkvöld. Hann talaði við hjónin síðdegis í gær og sagði ekkert benda til þess að harmleikur væri yfirvofandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×