Innlent

Neita að upplýsa um endurgreiðslu styrkja

Sveinn Arnarsson skrifar
Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki gefa upplýsingar um endurgreiðslu styrkja til FL Group og Landsbankans.
Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki gefa upplýsingar um endurgreiðslu styrkja til FL Group og Landsbankans. Fréttablaðið/GVA
Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki svara fyrirspurn Fréttablaðsins um framgang endurgreiðslu styrkja FL Group og Landsbankans frá árinu 2006.

Styrkirnir sem um ræðir eru 25 milljónir króna frá FL Group og 30 milljónir króna frá Landsbankanum.

Fréttablaðið spurði Þórð Þórarinsson, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, hversu hárri upphæð hefði verið skilað, hversu há upphæðin hafi verið á árinu 2014, og hvenær flokkurinn ætlaði sér að klára að skila styrkjunum.

Þórður sagði að til væri áætlun um endurgreiðsluna en vildi ekki svara nánar um málið. „Það er til plan hvernig við greiðum niður styrkina. Við greiðum þá niður eftir eigin plani. Að öðru leyti mun ég ekki tjá mig um einstaka færslur í bókhaldi Sjálfstæðisflokksins.“ segir Þórður.

Styrkirnir voru veittir til flokksins rétt áður en ný lög um stjórnmálaflokka tóku gildi, þann 1. janúar 2007, þar sem kveðið var á um hámarksfjárhæðir styrkja frá lögaðilum. Upp komst um styrkina í apríl 2009. Bjarni Benediktsson sagði á þeim tíma að styrkjunum yrði skilað því þeir færu gegn hugmynd hans um hvað Sjálfstæðisflokkurinn ætti að standa fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×