Tónlist

Skemmta á einum elsta klúbbi í heimi

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Bjarki Rúnar og Addi Exos. Addi er eini Íslendingurinn sem komið hefur fram á Tesor.
Bjarki Rúnar og Addi Exos. Addi er eini Íslendingurinn sem komið hefur fram á Tesor. Mynd/Einkasafn
„Það er mikill heiður að fá að spila þarna, því aðeins vel valdir plötusnúðar og listamenn koma þarna fram,“ segir Arnviður Snorrason, betur þekktur sem Addi Exos, en hann og Bjarki Rúnar, betur þekktur sem, Kid Mistik eru á leið til Berlínar um helgina að spila á einum merkilegasta klúbbi í heimi. Klúbburinn heitir Tresor og var opnaður árið 1991.

„Þegar Berlínarmúrinn féll þá vó staðurinn helling og boðaði í raun house-tímana í Þýskalandi og spilar stórt hlutverk í menningarsögu Berlínar,“ segir Addi Exos en staðurinn er gömul bankahirsla. Hann segir það mikla viðurkenningu að fá að spila á þessum stað. „Allir mínir uppáhaldsplötusnúðar hafa komið þarna fram og margir spilað sín bestu sett.“

Addi er eini Íslendingurinn sem komið hefur fram á staðnum og eru þeir félagar einnig að fara út til þess að kynna útgáfufyrirtækið sitt, Do Not Sleep Records. „Á efri hæð Tresor, kölluð Globus verður enginn annar en Marshall Jefferson frá Chicago og eigandi Trax Records að spila. Hann gerði lagið Move Your Body árið 1986 sem var fyrsta house-lagið þar sem notast var við píanó. Jefferson er jafn mikilvægur hlekkur í house tónlistinni og Frankie Knuckles. Það verður röð út á götu og við erum að pissa á okkur úr spenningi,“ bætir Bjarki við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×