Handbolti

Tjá sig ekki um Kára

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hvað næst? Kári Kristján veit ekki hvar hann spilar næst.
Hvað næst? Kári Kristján veit ekki hvar hann spilar næst. fréttablaðið/daníel
Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær er landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson hundfúll með hegðun uppeldisfélags síns, ÍBV.

Hann taldi sig hafa komist að samkomulagi um samning við ÍBV er félagið dró í land um síðustu helgi. Kári var mjög hissa á þessum vinnubrögðum handknattleiksdeildarinnar og vandaði henni ekki kveðjurnar í viðtali í gær.

Þar sagðist hann hafa verið svikinn af uppeldisfélagi sínu og það væri mjög sárt.

Forsvarsmenn handknattleiksdeildar ÍBV vildu ekki tjá sig um málið í gær er íþróttadeild leitaði eftir viðbrögðum.

Þeir funduðu þó um málið í gærkvöld og höfðu engin tíðindi borist af fundinum er Fréttablaðið fór í prentun.


Tengdar fréttir

Sár og svekktur út í ÍBV

„Þetta er súrsæt stund í lífinu hjá mér. Að fá þessi góðu tíðindi með heilsuna og vera svo stunginn í bakið af uppeldisfélaginu. Það er grátlegt,“ segir Kári Kristján Kristjánsson handboltamaður en hann veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×