Innlent

Lögregla henti sönnunargögnum

Snærós Sindradóttir skrifar
Lögreglumenn höfðu afskipti af Friðriki Brynjari Friðrikssyni áður en Karl Jónsson var myrtur það sama kvöld. Fréttablaðið/Vilhelm
Lögreglumenn höfðu afskipti af Friðriki Brynjari Friðrikssyni áður en Karl Jónsson var myrtur það sama kvöld. Fréttablaðið/Vilhelm
Lögreglan fargaði sönnunargögnum tengdum morðinu á Karli Jónssyni sem átti sér stað á Egilsstöðum í maí í fyrra. Þetta kom fram við málflutning í Hæstarétti í gær.

Friðrik Brynjar Friðriksson var sakfelldur fyrir morðið í Héraðsdómi Austurlands en málinu var áfrýjað til Hæstaréttar. Verjandi hans, Sveinn Andri Sveinsson, krefst sýknu yfir Friðriki en til vara að málinu verði vísað aftur heim í hérað. Mjög sjaldgæft er að morðmálum sé vísað aftur heim í hérað en Sveinn er bjartsýnn á að Hæstiréttur verði við kröfunni. Tveir dómkvaddir matsmenn hafa gert alvarlegar athugasemdir við rannsókn lögreglunnar á málinu.

Við málflutning í Hæstarétti í gær kom meðal annars fram að lögreglumenn á Egilsstöðum hefðu haft afskipti af Friðriki Brynjari kvöldið sem Karl Jónsson var myrtur. Þegar þeir höfðu fundið líkið síðar um nóttina og börðu að dyrum Friðriks hafi þeir borið kennsl á fötin sem hann hafði verið í fyrr um kvöldið og þeir gerðu ráð fyrir að hann hefði verið í þegar morðið var framið. Skipuðu lögreglumennirnir Friðriki að fara aftur í fötin í stað þess að ganga frá þeim á fullnægjandi hátt sem sönnunargögnum í málinu.Við þetta gerir verjandi Friðriks athugasemdir og segir lögreglu ekki hafa staðið rétt að málum.

Friðrik Brynjar neitar enn að hafa banað Karli Jónssyni en dómsuppkvaðning verður í næstu viku.


Tengdar fréttir

Blóðferlar samræmast frásögn sakbornings

Sérfræðingar í blóðferlarannsóknum hafa skilað af sér matsgerð í morðmáli frá Egilsstöðum þar sem fram kemur að túlkanir rannsóknarlögreglunnar á vettvangi hafi verið rangar. Verjandi ákærða segir matsgerðina staðfesta framburð ákærða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×