Innlent

Blóðferlar samræmast frásögn sakbornings

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Hinir sérfróður matsmenn eru viðurkenndur blóðferlagreinir og sérfræðingur í blóðferla- og vettvangsrannsóknum.
Hinir sérfróður matsmenn eru viðurkenndur blóðferlagreinir og sérfræðingur í blóðferla- og vettvangsrannsóknum. Fréttablaðið/Gunnar
Matsgerð tveggja sérfróðra matsmanna, sem dómkvaddir voru til að endurskoða blóðferlarannsóknir í morðmáli sem átti sér stað á Egilsstöðum í maí í fyrra, ber með sér að túlkun á blóðferlum í málinu af rannsakendum lögreglunnar hafi verið röng.

Friðrik Brynjar Friðriksson var dæmdur fyrir að hafa myrt karlmann á heimili hans með því að stinga hann ítrekað í líkamann með hníf. Friðrik hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu í málinu en því hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar og mun málflutningur fara fram í júní.

Í matsgerðinni kemur meðal annars fram að uppgötvanir matsmannanna séu að miklu leyti í samræmi við framburð Friðriks Brynjars, sem héraðsdómur taldi ekki geta átt sér stoð í raunveruleikanum.

„Rannsóknarlögreglumaður hefur túlkað frákastsblóðferla (cast off patterns) á svölunum sem stefna frá megin höfuðsvæði hins látna. Það er okkar álit að þessi túlkun sé röng. Okkar álit er, að sletturnar (spatter) sem stefna báðum megin frá höfði séu afleiðing af að höfðinu sé sleppt ofan í blóðpoll sem myndast hafi undir því,“ segir í matsgerðinni.

Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður
Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Friðriks, segir matsgerðina hnekkja að mjög miklu leyti niðurstöðu hins áfrýjaða dóms. „Í dómnum er byggt á þeirri niðurstöðu rannsakenda á vettvangi að hinn látni hafi fyrst verið stunginn í stofunni, þá dreginn út á svalir og þar verið haldið áfram að stinga hann. Framburður ákærða í málinu um það að hann hafi komið að hinum látna í stofunni og dregið hann út á svalir þótti þess vegna ekki standast. En matsmennirnir komast hins vegar að allt annarri niðurstöðu sem er sú að allar stungurnar hafi átt sér stað inni í stofunni og út frá því geti frásögn ákærða staðist,“ segir Sveinn Andri í samtali við Fréttablaðið í dag.

Í matsgerðinni kemur einnig fram gagnrýni á vettvangsrannsókn lögreglunnar, þar sem ljósmyndir hafi ekki verið teknar af öllum flötum og með mælistiku og þær séu að mestu úr fókus. Þá hafi ekki verið borin kennsl á um hvers konar blóðför hafi verið að ræða á nokkrum stöðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×