Lífið

„Fjallar um kemistríu á milli fólks“

Baldvin Þormóðsson skrifar
Allir meðlimir Dream Wife stunda listnám í Brighton.
Allir meðlimir Dream Wife stunda listnám í Brighton.
„Við leggjum mikla áherslu á 90‘s stílíseringu og grafík, segir tónlistarkonan Rakel Mjöll Leifsdóttir en hún stofnaði stelpusveitina Dream Wife sem lokaverkefni á öðru ári sínu í Listaháskólanum í Brighton.

„Síðan komum við fram á lokasýningunni og fengum svo góð viðbrögð að við vorum allt í einu bókaðar á nokkra tónleika í Bretlandi. Fólk hélt greinilega að við værum alvöru hljómsveit, segir Rakel Mjöll og hlær en hún fékk í kjölfarið hæstu einkunn í bekknum fyrir verkefnið og undirbýr sveitin nú tónleikaferðalag um Kanada í sumar.

Stelpnasveitin samanstendur af Rakel og tveimur breskum vinkonum hennar en þær spila draumkennt brimbrettapopp með áhrifum frá gruggsenu tíunda áratugarins. Sveitin hefur búið til tónlistarmyndbönd við öll lög sín en nýjasta myndband Dream Wife kom út á dögunum við lagið Chemistry og fer ofurfyrirsætan Kolfinna Kristófersdóttir með aðalhlutverkið í myndbandinu.

„Lagið fjallar um kemistríu á milli fólks, segir Rakel. „Í myndbandinu er Kolfinna að upplifa þessa strauma á milli allra sem hún hittir inni á bar í Brighton, segir söngkonan en stúlkurnar í Dream Wife leika hin þrjú hlutverkin ásamt einum klæðskiptingi.

„Það var gaman að hafa Kolfinnu í myndbandinu, það er mjög gott að vinna með henni, segir Rakel Mjöll en myndbandið má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×