Innlent

Ný göngubrú yfir Hólmsá

Freyr Bjarnason skrifar
Ný göngubrú yfir Hólmsá verður formlega vígð á föstudag.
Ný göngubrú yfir Hólmsá verður formlega vígð á föstudag.
Ný göngubrú yfir Hólmsá við Fláajökul í Austur-Skaftafellssýslu verður formlega vígð á föstudag.

Verkefnið, sem var styrkt af Framkvæmdasjóði ferðamannastaða, er hluti af uppbyggingu nýrrar gönguleiðar sem hefur verið nefnd Jöklaleið eða Jöklavegur og mun liggja meðfram öllum suðurjaðri Vatnajökuls. Leiðin frá Fláajökli að Hjallanesi er annar áfangi þeirrar leiðar. Ríki Vatnajökuls, ferðaþjónustuklasi í Austur-Skaftafellssýslu, hefur yfirumsjón með verkefninu.

Ferðaþjónustuaðilar á svæðinu höfðu frumkvæði að verkefninu, einkum Ferðaþjónustan í Hólmi og Ferðaþjónusta bænda á Brunnhóli í samvinnu við Sveitarfélagið Hornafjörð.

Um árabil var greið aðkomuleið að Fláajökli vestanverðum en hún rofnaði þegar jökullinn hopaði. Með bættu aðgengi sem bygging göngubrúar yfir Hólmsá skapar, aukast bæði tækifæri til útivistar og atvinnusköpunar innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Í tilkynningu segir að með brúnni opnist greið leið göngufólks inn á mjög verðmætt svæði, þar sem finna megi óspilltar jökulminjar, bergmyndanir og áhugaverða gróðurframvindu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×