Innlent

Margir vilja ekki gefa lífsýni

Snærós Sindradóttir skrifar
Björgunarsveitamenn á ferð og flugi Hundruð björgunarsveitamanna hafa komið að lífsýnasöfnuninni síðustu daga.
Björgunarsveitamenn á ferð og flugi Hundruð björgunarsveitamanna hafa komið að lífsýnasöfnuninni síðustu daga. Fréttablaðið/Vilhelm
Misjafnlega hefur gengið hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu að safna lífsýnum þriðjungs þjóðarinnar fyrir Íslenska erfðagreiningu.

Björgunarsveitafólk um allt land segir að almenningur taki heimsóknum sínum vel en þó eru mörg dæmi um að fólk neiti að láta sýni af hendi. Deilur hafa verið innan fræðasamfélagsins um söfnunina og yfirlýsingar gengið á milli stuðningsmanna hennar og andstæðinga í hópi fræðimanna.

Eiður Ragnarsson, ritari Landsbjargar, segir að á bilinu 35 til 40 prósenta heimtur hafi verið í söfnuninni á Austurlandi. Margir afþakki að láta sýni af hendi en sumir segjast sjálfir ætla að póstleggja það.

Fréttablaðið óskaði eftir upplýsingum um gengi söfnunarinnar frá fjölda björgunarsveitarfólks á höfuðborgarsvæðinu. Erfiðlega hefur gengið að fá upplýsingarnar en söfnun fyrir helgi var hætt vegna þess að sýnapakkar höfðu ekki borist nægilega mörgum.


Tengdar fréttir

Gagnrýni siðfræðinga ómakleg

Hópur vísindamanna hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna lífsýnasöfnunarinnar Útkall í þágu vísindanna




Fleiri fréttir

Sjá meira


×