Lífið

Beyoncé birtir myndir frá Íslandsheimsókn sinni

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Beyoncé og Jay-Z í kósí fíling á klakanum.
Beyoncé og Jay-Z í kósí fíling á klakanum. Mynd/Facebook-síða Beyoncé

Söngkonan Beyoncé birti í dag myndir frá Íslandsheimsókn sinni á Facebook. Söngkonan deilir meðal annars mynd af sér í Bláa lóninu og í vélsleðaferð.

Hún og eiginmaður hennar, rapparinn Jay-Z, dvöldu hér á landi fyrr í desembermánuði og fóru meðal annars að Skógafossi.
Hjónin héldu til í lúxussumarhúsi í Úthlíð í Biskupstungum og ferðuðust um í þyrlu og á Range Rover-jeppum.

Tilefni heimsóknarinnar var afmæli Jay-Z en hann varð 45 ára þann 4. desember síðastliðinn.


Tengdar fréttir

Beyoncé birtir fallega skýjamynd

Telja aðdáendur söngkonunnar víst að Beyoncé hafi tekið myndina til að heiðra minningu Doris Rowland, móður Kelly Rowland.

Beyonce og Jay-Z í Bláa lóninu

Bandaríska ofurparið Beyoncé og Jay-Z eru eins og fram er komið á landinu. Ætla þau að halda upp á 45 ára afmæli rapparans sem hann fagnar þann 4. desember.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.