Innlent

Lögfræðingar Umhverfisstofnunar komnir með utanvegaakstur til skoðunar

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hér má sjá þegar blaðamaðurinn festir jeppann í sanfjörunni.
Hér má sjá þegar blaðamaðurinn festir jeppann í sanfjörunni.
Lögfræðingar Umhverfisstofnunar eru komnir með myndband sem sýnir blaðamann Sunday Times reynsluaka jepplingi utan vega hér á landi til skoðunnar.

Í myndbandinu sést blaðamaðurinn keyra utan vegar, bæði upp grasbrekkur og í sandfjöru við Kleifarvatn. Blaðamaðurinn festir sig í sandinum og þarf að hann aðstoð til að losa sig.

Uppfært 13:20: Upphaflega var vísað á myndbandið af manninum að stunda akstur utan vega, en fulltrúar Sunday Times virðast hafa fjarlægt myndbandið af netinu.





Einnig má sjá blaðamanninn koma að bílslysi þar sem þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út.

Samkvæmt heimildum Vísis er málið nú komið á borð forstjóra Umhverfisstofnunar og lögfræðinga hennar. Í október sagði Vísir frá hópi sem ók um hálendið á mótorhjólum. Umhverfisstofnun sendi álit vegna þess til lögreglu og voru mennirnir kærðir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×