Tónlist

Fékk hjartaáfall á tónleikum og lést

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Giuseppe 'Pino' Mango
Giuseppe 'Pino' Mango Vísir/Getty

Einn vinsælasti söngvari Ítala á 9. áratugnum, Giuseppe ‘Pino’ Mango, lést síðastliðinn sunnudag eftir að hafa fengið hjartaáfall á tónleikum.

Mango, sem blandaði poppi við heimstónlist og þjóðlagatónlist, var nýbyrjaður að spila á tónleikum í heimabæ sínum Policoro á Suður-Ítalíu þegar hann muldraði „Afsakið mig“ og hneig svo niður. Myndband af tónleikunum má sjá hér að neðan.

Mango lést svo síðar á spítala en útför hans fór fram á miðvikudaginn.

Mango var giftur öðrum söngvara, Lauru Valente, og áttu hjónin tvö börn saman.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.