Tónlist

Fékk hjartaáfall á tónleikum og lést

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Giuseppe 'Pino' Mango
Giuseppe 'Pino' Mango Vísir/Getty
Einn vinsælasti söngvari Ítala á 9. áratugnum, Giuseppe ‘Pino’ Mango, lést síðastliðinn sunnudag eftir að hafa fengið hjartaáfall á tónleikum.

Mango, sem blandaði poppi við heimstónlist og þjóðlagatónlist, var nýbyrjaður að spila á tónleikum í heimabæ sínum Policoro á Suður-Ítalíu þegar hann muldraði „Afsakið mig“ og hneig svo niður. Myndband af tónleikunum má sjá hér að neðan.

Mango lést svo síðar á spítala en útför hans fór fram á miðvikudaginn.

Mango var giftur öðrum söngvara, Lauru Valente, og áttu hjónin tvö börn saman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×