Erlent

Segir gervigreind geta leitt til endaloka mannkyns

Atli Ísleifsson skrifar
"Þróun gervigreindar gæti markað endalok mannkyns,“ sagði Stephen Hawking.
"Þróun gervigreindar gæti markað endalok mannkyns,“ sagði Stephen Hawking. Vísir/AFP
Breski eðlisfræðingurinn Stephen Hawking segir mannkyni stafa hætta af tilraunum manna til að skapa hugsandi vélmenni.

„Þróun gervigreindar gæti markað endalok mannkyns,“ sagði Hawking í samtali við breska ríkisútvarpið. Hawking lét varnaðarorðin falla þegar hann var spurður um nýja tækni, hannaða af Intel, sem hann nýtir til tjáskipta. Þessi nýja tækni styðst að hluta við gervigreind. Hawking er bundinn við hjólastól og nær alveg lamaður vegna hreyfitaugungahrörnunar.

Í frétt BBC segir að ekki séu allir vísindamenn jafn svartsýnir á ástandið og Hawking.

Sérfræðingar breska fyrirtækisins Swiftkey komu einnig að hönnun hinnar nýju tækni sem skynjar hvernig prófessorinn hugsar og leggur til hvaða orð hann kann að nota næst.

Hawking segir þá tækni sem hefur verið þróuð til þessa og nýtist að hluta við gervigreind, hafa nýst vel en að hann óttist afleiðingar þess að þróa vélar með gervigreind sem jafnist á við eða taki jafnvel fram úr mönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×