Fótbolti

Telur meiðsli Tékka ekki veikja liðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands, telur ekki að meiðslin í landsliðshópi Tékklands muni veikja liðið að miklu leyti. Bæði lið eru með fullt hús stiga í A-riðli undankeppni EM 2016 og mætast um helgina.

Landsliðsþjálfarinn Pavel Vrba neyddist til að gera þrjár breytingar á leikmannahópi sínum eftir leiki helgarinnar en þar af missti hann tvo byrjunarliðsmenn úr hópnum sínum - vinstri bakvörðinn David Limbersky og miðjumanninn Lukas Vacha.

„Helsti missirinn hjá þeim er í vinstri bakverðinum en ég tel að liðið sé það vel skipulagt af þjálfara sínum að það muni ekki veikja liðið til muna. Þjálfarinn [Vrba] veit nákvæmlega hvernig þeir vilja spila,“ sagði Lagerbäck í samtali við Vísi.

„Ég hef fulla trú á því að þeir leikmenn sem koma inn í staðinn muni svara kalli þjálfarans,“ bætti hann við en þeir Limbersky og Vacha eru báðir að glíma við hnémeiðsli og missa því af leiknum gegn Íslandi.

Vrba missti einnig markvörðinn David Bicik og kallaði inn í þeirra stað Ales Hruska, Filip Novak og Martin Pispisil auk þess sem hann bætti Milan Petrzela inn í hópinn.

„Þetta eru leikmenn sem hafa staðið sig vel með félagsliðum sínum og landsliðinu og því er þetta missir fyrir okkur,“ sagði Vrba við fjölmiðla í Tékklandi. „En ég hef fulla trú á öðrum leikmönnum í landsliðinu og þeim sem koma nú inn til að klára verkefnið sem er fram undan.“

Leikur Íslands og Tékklands fer fram í Plzen á sunnudagskvöld en strákarnir okkar mæta Belgíu í vináttulandsleik í Brussel klukkan 19.45 í kvöld.


Tengdar fréttir

Þessir söngvar verða sungnir í stúkunni í Plzen

Ísland og Tékkland mætast í toppslag riðilsins í undankeppni EM á sunnudaginn kemur og það verður nóg af íslenskum stuðningsmönnum í stúkunni enda seldust upp 600 miðar sem KSÍ fékk á leikinn.

Alfreð: Moyes örugglega góður kostur

Það hefur á ýmsu gengið hjá Real Sociedad, liði Alfreðs Finnbogasonar á Spáni. Jagoba Arrasate var rekinn úr stöðu knattspyrnustjóra á dögunum og var David Moyes, fyrrum stjóri Man. Utd, ráðinn í starfið í gærkvöldi. Það lá þó ekki fyrir er Fréttablaðið hitti á Alfreð í gær.

Kennslustund Bales nýttist landsliðinu okkar vel

Íslenska landsliðið hefur haldið hreinu í 422 mínútur eða í níu síðustu hálfleikjum sem liðið hefur spilað. Á sama tíma hefur íslenska liðið skorað tíu mörk í röð án þess að mótherjarnir hafi svarað.

Þjálfari Belgíu: Fáir veikleikar í íslenska liðinu

Marc Wilmots, landsliðsþjálfari Belgíu, stillir upp ógnarsterku liði gegn Íslandi í vináttulandsleik liðanna í kvöld. Marouane Fellaini og Moussa Dembélé eru með það hlutverk að brjóta niður sóknir íslenska liðsins.

Kári: Líklega heppinn að deyja ekki í þessum leik

Kári Árnason, leikmaður Rotherham í Englandi, reiknar ekki með öðru en að verða klár í slaginn þegar Ísland mætir Tékklandi í undankeppni EM 2016 á sunnudagskvöld. Hann verður þó ekki með er strákarnir mæta Belgíu í vináttulandsleik ytra annað kvöld.

Strákarnir gista á besta stað í miðbæ Brussel

Íslenska landsliðið í knattspyrnu kom saman hér í Brussel í Belgíu í dag fyrir vináttulandsleik við heimamenn á hinum sögufræga Heysel-leikvangi á miðvikdagskvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×