Innlent

Verkfall tónlistarkennara: Algjör pattstaða í kjaradeilunni

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Algjör pattstaða er í deilu tónlistarkennara og sveitarfélaganna. Verkfallið hefur nú staðið í á fjórðu viku. Tónlistarkennarar fá greiddar út um hundrað og fjörutíu þúsund krónur á mánuði á meðan á verkfalli stendur eða um fjögur þúsund og fimm hundruð krónur á dag eftir skatta.

Ríkissáttasemjari segir að ekki sé tilefni til að boða til fundar með deiluaðilum fyrr en eitthvað nýtt kemur kemur fram. Síðasti fundur var á mánudaginn en alls hafa 26 fundir verið haldnir.

Rætt var við Sigrúnu Grendal, formann Félags tónlistarkennara, í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

„Ég hugsa að það sé nú erfiðast fyrir marga að geta ekki farið og gengið til sinna starfa. Okkur er mjög umhugað um okkar nemendur. En það er auðvitað þannig líka að maður fær pósta um nætur og fólk nær illa endum saman. Það skín hins vegar í gegn að fólk vill geta gengið til sinna starfa upprétt,“ sagði Sigrún.

Hún getur ekki sagt til um hvað verkfallið mun standa lengi.

„Við bara biðlum til sveitarfélaganna að koma að samningaborðinu með svolítið skapandi og opnum huga. Það er auðvitað þannig að það er eiginlega ótækt að við þurfum að fara endurtekið þá leið að skoða og meta hvort að störf okkar séu jafnverðmæt og sambærileg og annarra kennara. Þetta eru stóru línurnar sem við ættum að vera sammála um,“ sagði Sigrún.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Sýna tónlistarkennurum stuðning

Fjölmargir listamenn tóku þátt í myndbandi til stuðnings verkfalls tónlistarkennara, en kennarar eru áhyggjufullir yfir stöðu mála.

Ekkert samkomulag á fundi tónlistarkennara

Ekkert samkomulag náðist á fundi tónlistarkennara og fulltrúa sveitarfélaganna í húsnæði ríkissáttasemjara í dag. Fundi var slitið um klukkan fimm og hefur nýr fundur verið boðaður á föstudag.

Illa gengur að semja

Ekkert gekk í samningviðræðum þegar að samninganefndir Félags tónlistarskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga komu til sáttafundar hjá Ríkissáttarsemjara í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×