Innlent

Sveinbjörg Birna vill að Reynir verði rekinn

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarráðsfulltrúi vill að borgarráð beini því til stjórnar strætó að hlutast til um ráðningasamning við framkvæmdastjórann.
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarráðsfulltrúi vill að borgarráð beini því til stjórnar strætó að hlutast til um ráðningasamning við framkvæmdastjórann. Vísir/Arnþór
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarráðsfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina, vill að Reyni Jónssyni, framkvæmdastjóra Strætó BS, verð sagt upp störfum.

Sveinbjörg lagði fram tillögu þess efnis á borgarráðsfundi í gær en hún vill að borgarráð beini því til stjórnar strætó að hlutast til um ráðningasamning við framkvæmdastjórann. Hún segir Reyni hafa farið út fyrir valdsvið sitt og því sé honum ekki lengur stætt á að gegna stöðu framkvæmdastjóra áfram.

Með þessu vísar hún í kaup Strætó á Mercedez-Benz jeppa  fyrir framkvæmdastjórann sem kostaði rúmar tíu milljónir króna. Var það ekki borið undir stjórn Strætó og Reyni gert að skila bifreiðinni.

Tillagan í heild: 

Framkvæmdastjóri Strætó bs. ber ábyrgð á framkvæmd ákvarðana skv. eigendastefnu. Ljóst  er að hann fer út fyrir valdsvið sitt er hann festir kaup á bifreið til eigin nota án heimildar stjórnar til slíks, þó svo að þeirri ákvörðun hafi nú verið snúið við og bifreiðinni skilað, sbr. fundargerð frá 5. nóvember 2014  Í ljósi þess trúnaðarbrests sem átt hefur sér stað og þeirrar ábyrgðar sem framkvæmdastjóri ber, m.a. skv. lögum og eigendastefnu, þá er það tillaga Framsóknar og flugvallarvina að borgarráð beini því til stjórnar Strætó bs. að hlutast til um uppsögn ráðningasamnings við framkvæmdastjóra, þar sem honum sé ekki lengur stætt á að gegna stöðu framkvæmdastjóra áfram.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×