Innlent

„Það er enginn lengi í fjögurra gráðu heitu vatni án þess að það fari illa“

Heimir Már Pétursson og Stefán Árni Pálsson skrifar
Maðurinn hefur ekki getað gefið greinargóðar skýringar á því hvað gerðist.
Maðurinn hefur ekki getað gefið greinargóðar skýringar á því hvað gerðist. vísir/magnús hlynur
Tuttugu og níu ára gamall maður sem kom í leitirnar í morgun eftir að bíll hans fór út í Ölfusá, skammt frá Hótel Selfossi í gærkvöldi, hefur verið fluttur til aðhlynningar á Landsspítalanum.

Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi, segir manninn ekki hafa getað gefið greinargóðar skýringar á því hvað gerðist frá því bíl hans fór út í ána þar til hann fannst í morgun.

„Hann var illa áttaður þegar hann finnst og það verður að bíða betri tíma að fá skýringar frá honum sjálfum. Það litla sem hann hefur sagt okkur er að hann hafi annars vegar verið inni í gámi og hins vegar inni í gröfu,“ segir Oddur.

Sjá einnig: Kraftaverk að maðurinn fannst á lífi

Hann segir ekki ljóst hvað maðurinn hafi verið lengi í ánni.

„Það er enginn lengi í fjögurra gráðu heitu vatni án þess að það fari illa fyrir honum. Þetta er töluverð vegalengd sem hann þarf að berast með ánni og það gerist ekkert einn, tveir og þrír.“

Ómögulegt sé að segja hvar maðurinn hafi komist upp úr ánni.

„Á þessum slóðum er hægt að komast upp úr ánni, sem sagt um leið og hann er kominn vestur fyrir flúðirnar sem eru þarna til móts við kirkjugarðinn,“ sagði Oddur Árnason yfirlögregluþjónn.


Tengdar fréttir

Leitaði skjóls í vélgröfu

Þorgrímur Óli Sigurðsson, yfirlögregluþjónn á Selfossi, segir það kraftaverki líkast að maður sem fór út í Ölfusá í gærkvöldi hafi fundist á lífi í morgun.

Maðurinn fundinn á lífi

Ökumaður bíls sem fór út í Ölfusá í gærkvöldi er fundinn. Maðurinn er á lífi og er kominn til aðhlynningar á sjúkrahúsinu á Selfossi.

Leit hafin á ný í Ölfusá

Hátt í áttatíu manns leituðu án árangurs langt fram á nótt að bíl sem ekið var út í Ölfusá í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×