Fótbolti

Allir tóku þátt á æfingunni í Plzen | Myndir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Plzen skrifar
Ísland mætir Tékklandi í undankeppni EM 2016 annað kvöld en strákarnir komu hingað til Plzen í gærkvöldi eftir nokkurra daga dvöl í Brussel í Belgíu.

Leikmenn æfðu á keppnisvellinum, Doosan-leikvanginum, sem er hér rétt við miðbæ þessa fallegu borgar og við hlið hinnar risastóru Pilsner Urquell bruggsmiðjunnar.

Daníel Rúnarsson, ljósmyndari 365, var á vellinum og tók meðfylgjandi myndir en eins og sjá má er völlurinn hinn glæsilegasti og ætti að skapast mögnuð stemning á leiknum annað kvöld.

Leikurinn hefst klukkan 19.45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi, sem og beinni útvarpslýsingu Guðmundar Benediktssonar á Bylgjunni.


Tengdar fréttir

Þessir söngvar verða sungnir í stúkunni í Plzen

Ísland og Tékkland mætast í toppslag riðilsins í undankeppni EM á sunnudaginn kemur og það verður nóg af íslenskum stuðningsmönnum í stúkunni enda seldust upp 600 miðar sem KSÍ fékk á leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×